Þýsk stjórnvöld hafa sett þrjú skilyrði fyrir neyðaraðstoð handa grískum stjórnvöldum vegna skuldavanda þeirra.
Samkvæmt breska blaðinu Financial Times setja stjórnvöld í Berlín það skilyrði fyrir efnahagsaðstoð Evrópusambandsins að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verði kallaður til og settar verði harðari kröfur á evrusvæðinu um efnahagsstjórn aðildarríkja.
Þessi skilyrði eru sett fram í aðdraganda leiðtogafundar Evrópusambandsins sem fer fram í vikunni. Ljóst má vera að erfitt verður fyrir önnur ríki að andmæla skilyrðum þýskra stjórnvalda fyrir efnahagsaðstoðinni vegna þess að þau myndu bera hitann og þungann af allri efnahagsaðstoð ESB handa Grikkjum.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.