Evran hélt áfram að falla í morgun og fór niður fyrir 1,33 dali um tíma en það hefur ekki gerst frá því 7. maí í fyrra eða í rúma tíu mánuði. Gjaldeyrismiðlarar í Asíu hafa áhyggjur af efnahagsástandinu á evru-svæðinu og ekki minnkuðu þær eftir að sérfræðingur hjá kínverskum banka sagði ástandið í Grikklandi einungis toppinn á ísjakanum.