Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að skuldastaða þjóðarbúsins og hins opinbera sé vel innan þolmarka. Þetta kom fram á fyrirlestri sem hann hélt á vegum hagfræðideildar Háskóla Íslands í gær.
Í umfjöllun sinni miðaði hann við tölur Seðlabankans sem segja að erlendar skuldir þjóðarbúsins umfram eignir nemi rúmlega 400 milljörðum króna.
„Staða þjóðarbúsins í heild er furðu lík [stöðunni fyrir hrunið],“ segir Gylfi. „Hvort sem við horfum á skuldir þjóðarbúsins, vergar eða hreinar, eða eignastöðu hins opinbera, verga eða hreina. Í grundvallaratriðum eru hagtölur mjög nærri því sem þær voru fyrir hrun.“
Sjá nánari umfjöllun um ræðu ráðherrans í Morgunblaðinu í dag.