Grikkir gefa út skuldabréf

Óeirðalögregla fyrir utan Seðlabanka Grikklands í Aþenu
Óeirðalögregla fyrir utan Seðlabanka Grikklands í Aþenu Reuters

Gríska ríkið mun gefa út skulda­bréf fyr­ir marga millj­arða evra í næstu viku, sam­kvæmt frétt Fin­ancial Times í dag. Er þetta gert í kjöl­far sam­komu­lags leiðtoga Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna frá því á fimmtu­dag að koma Grikkj­um til bjarg­ar.

Á fund­in­um náðu leiðtog­ar ESB-land­anna sam­komu­lagi um að evru­lönd­in og AGS myndu veita Grikklandi lán að and­virði allt að 22 millj­arða evra ef landið fær ekki lán á viðráðan­leg­um kjör­um á fjár­mála­mörkuðum. Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu kæmi þriðjung­ur lán­anna frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum og tveir þriðju frá evru­lönd­um með tví­hliða samn­ing­um milli þeirra og Grikk­lands.

Kem­ur fram í frétt FT að Seðlabanki Grikk­lands muni reyna að fá fimm millj­arða evra að láni með skulda­bréfa­út­gáf­unni.

Merkel fékk því meðal ann­ars fram­gengt að Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn tæki þátt í aðstoðinni við Grikk­land þrátt fyr­ir and­stöðu Nicolas Sar­kozy, for­seta Frakk­lands, og fleiri ráðamanna á evru­svæðinu sem voru treg­ir til að senda þau skila­boð að eitt evruland­anna þyrfti að leita ásjár AGS.

Hins veg­ar fögnuðu evr­ópsk­ir hluta­bréfa­markaðir tak­markað í gær því helstu hluta­bréfa­vísi­töl­ur í Evr­ópu lækkuðu í gær. 



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka