Grikkir gefa út skuldabréf

Óeirðalögregla fyrir utan Seðlabanka Grikklands í Aþenu
Óeirðalögregla fyrir utan Seðlabanka Grikklands í Aþenu Reuters

Gríska ríkið mun gefa út skuldabréf fyrir marga milljarða evra í næstu viku, samkvæmt frétt Financial Times í dag. Er þetta gert í kjölfar samkomulags leiðtoga Evrópusambandsríkjanna frá því á fimmtudag að koma Grikkjum til bjargar.

Á fundinum náðu leiðtogar ESB-landanna samkomulagi um að evrulöndin og AGS myndu veita Grikklandi lán að andvirði allt að 22 milljarða evra ef landið fær ekki lán á viðráðanlegum kjörum á fjármálamörkuðum. Samkvæmt samkomulaginu kæmi þriðjungur lánanna frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og tveir þriðju frá evrulöndum með tvíhliða samningum milli þeirra og Grikklands.

Kemur fram í frétt FT að Seðlabanki Grikklands muni reyna að fá fimm milljarða evra að láni með skuldabréfaútgáfunni.

Merkel fékk því meðal annars framgengt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tæki þátt í aðstoðinni við Grikkland þrátt fyrir andstöðu Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, og fleiri ráðamanna á evrusvæðinu sem voru tregir til að senda þau skilaboð að eitt evrulandanna þyrfti að leita ásjár AGS.

Hins vegar fögnuðu evrópskir hlutabréfamarkaðir takmarkað í gær því helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu lækkuðu í gær. 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK