Fréttaskýring: Skuldavanda slegið á frest

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar Óskarsson

Gjald­eyr­is­forði Seðlabanka Íslands verður upp­ur­inn eft­ir tvo stóra gjald­daga árin 2011 og 2012, miðað við nú­ver­andi stöðu forðans. Þá mun Seðlabank­inn skulda 1,1 millj­arð evra, sem kem­ur til greiðslu á ár­un­um þar á eft­ir.

Í ræðu Más Guðmunds­son­ar seðlabanka­stjóra á árs­fundi bank­ans í fyrra­dag kom fram að heild­ar gjald­eyr­is­forði Seðlabank­ans næmi nú um 2,7 millj­örðum evra. Skuld­ir á móti þess­um forða næmu 3,8 millj­örðum evra og væri hrein staða því nei­kvæð um 1,1 millj­arð evra, eða 192 millj­arða ís­lenskra króna miðað við gengið í dag.

AGS-lán nauðsyn­legt til að rúlla lán­un­um áfram

Ef þetta gengi eft­ir ætti Seðlabank­inn 2,5 millj­arða evra eft­ir gjald­dag­ana árin 2011 og 2012. Á móti þeirri eign kæmi hins veg­ar 3,6 millj­arða evra skuld, þannig að hrein staða væri áfram nei­kvæð um að minnsta kosti 1,1 millj­arð sem fyrr, og þá er ekki tekið til­lit til vaxta­greiðslna. Því yrði lík­lega að taka ný lán fljót­lega eft­ir árið 2012 - e.t.v. árið 2014, til þess að lenda ekki í van­skil­um eða greiðslu­falli.

Skila­skylda gjald­eyr­is held­ur velli að öllu óbreyttu

Róður­inn þyng­ist við lækk­un geng­is krónu

Harka­leg­ar aðgerðir

„Það er hægt, en það er hins veg­ar alls ekki spenn­andi kost­ur. Ef við fær­um þá leið myndi líka blasa við að mjög erfitt yrði að end­ur­fjármagna skuld­ir op­in­berra og hálfop­in­berra aðila á borð við sveit­ar­fé­lög og op­in­ber fyr­ir­tæki,“ sagði Gylfi.

Hann sagðist hafa trú á því að það myndi tak­ast, „en kannski ekki á sér­stak­lega góðum kjör­um.“

Vaxta­hækk­an­ir lík­leg­ar þrátt fyr­ir „eðli­legt“ ástand

Vegna fjár­málakrepp­unn­ar hafa ríki þurft að axla gríðarlega mikl­ar skuld­ir og ljóst er að feiki­legt fram­boð verður af skulda­bréf­um stórra ríkja á fjár­mála­mörkuðum á næstu árum. Ein­sýnt er að feiki­leg fjár­mögn­un­arþörf ríkja á borð við Banda­rík­in og Bret­land mun hafa ruðnings­áhrif á mörkuðum. Slík áhrif koma auðvitað fyrst og fremst frá minni ríkj­um sem freista þess að fjár­magna sig á alþjóðleg­um fjár­mála­mörkuðum. Með öðrum orðum fel­ast ruðnings­áhrif­in í hærri viðmiðun­ar­vöxt­um sem áhættu­álag ein­stakra ríkja leggst svo ofan á.

Við þetta bæt­ist svo að pen­inga­prent­un seðlabanka mun á ein­hverj­um tíma leiða til þess að verðbólguþrýst­ing­ur brýst fram. Það kall­ar á vaxta­hækk­an­ir seðlabanka og þar af leiðandi á hækk­un viðmiðun­ar­vaxta á borð við EURI­BOR og LI­BOR. Í þessu sam­hengi er einnig vert að hafa í huga að slík­ir viðmiðun­ar­vext­ir hafa verið býsna lág­ir það sem af er þess­ari öld. Ekk­ert seg­ir að það sé regla frem­ur en und­an­tekn­ing. Þannig má benda á á LI­BOR-vext­ir á þriggja mánaða lán­um voru á bil­inu 5 til 10% stærst­an hluta tí­unda ára­tug­ar síðustu ald­ar.

Það kann því að fara svo að aðgengi stjórn­valda að er­lend­um láns­fjár­mörkuðum yrði með mikl­um ágæt­um eft­ir fá­ein ár en hins­veg­ar er alls ekki úti­lokað að kjör­in sem myndu bjóðast yrðu afar óhag­stæð og þá ein­göngu út­frá óhag­stæðum ytri for­send­um og óháð því hvernig tekst til með stjórn pen­inga- og efna­hags­mála hér á landi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka