JJB greiðir háa starfslokagreiðslu

JJB sports
JJB sports

Breska íþróttavöruverslunarkeðjan JJB Sports ætlar að greiða fyrrum stjórnarmanninum og framkvæmdastjóra keðjunnar Colin Tranter 150 þúsund pund, tæpar 29 milljónir króna, í starfslokagreiðslu. Einungis tíu mánuðir eru liðnir frá því Tranter gekk til liðs við keðjuna, að því er fram kemur í breska blaðinu Sunday Times í dag.  Húsleit efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar, SFO, hjá Exista og Bakkavör í Bretlandi í janúar beindist að viðskiptum með hluti Exista í JJB Sports.

Kemur starfslokagreiðslan á óvart samkvæmt frétt Sunday Times þar sem afkoma JJB hefur versnað til muna. Til að mynda dróst sama í þeim verslunum JJB sem voru starfandi í janúar og í fyrra saman um 21% á milli ára.

Talið er að fjárhæðin, 150 milljón pund, sé um sex mánaða laun Tranters.

Breska stofnunin Serious Organiesed Crime Agency, (Soca), sem venjulega rannsakar alvarlega skipulagða glæpastarfsemi, svo sem fíkniefnasmygl eða peningaþvætti, er að rannsaka gerðir fyrrum stjórnenda JJB Sports. Þetta kom fram í október í fyrra.

Í september var upplýst, að breska samkeppniseftirlitið og efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, (SFO) væru að rannsaka hvort fyrirtækin JJB og Sports Direct hefðu átt með sér ólöglegt verðsamráð.

Svo virðist sem rannsókn bresku rannsóknarstofnananna beinist einkum að því tímabili sem Chris Ronnie stýrði JJB eða frá miðju ári 2007 til mars á þessu ári. Exista var, ásamt Ronnie, stærsti hluthafi félagsins með rúm 27%.  Kaupþing í Bretlandi gerði hins vegar veðkall í bréfin og tók þau yfir um miðjan janúar í fyrra.  Þetta kom í ljós í mars 2009 og þá var Ronnie rekinn frá JJB.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK