Góður gangur er í rekstri 66°Norður um þessar mundir og hefur umræðan erlendis um Ísland og Icesave síður en svo haft neikvæð áhrif á sölu hjá fyrirtækinu.
Halldór Gunnar Eyjólfsson, forstjóri 66°Norður, segir að veltan í fyrra hafi verið tæpir þrír milljarðar króna, en til samanburðar hafi hún verið um einn milljarður árið 2004.
„Það má því segja að fyrirtækið hafi vaxið um fjórðung á hverju ári á þessum tíma.“ Fyrstu tvo mánuði ársins jókst sala á Íslandi um 15 prósent samanborið við sama tíma í fyrra og þá hefur sala erlendis aukist um 50 prósent milli ára.
Undanfarnar vikur hefur 66°Norður verið að kynna vörur fyrirtækisins á stærstu erlendu vörusýningunum í Evrópu og USA og segir hann að viðbrögðin hafi verið gríðarlega góð.
Sjá nánari umfjöllun um 66°Norður í Morgunblaðinu í dag.