Bandaríska fjármálaráðuneytið tilkynnti í dag, að það ætlaði að selja hlut sinn í bankanum Citigroup á þessu ár. Yrði um að ræða einhverja stærstu hlutabréfasölu sögunnar.
Bandaríska fjármálaráðuneytið á um það bil 7,7 milljarða hluta í Citigroup eða um þriðjung en hlutinn eignaðist bandaríska ríkið þegar það veitti bankanum 45 milljarða dala fjárhagsaðstoð í upphafi fjármálakreppunnar.
Tap á rekstri Citigroup, sem var um tíma stærsti banki heims, nam 1,6 milljörðum dala á síðasta ári.