Stöðugleiki ríkir í hagkerfi Póllands og þarf landið ekki á lánalínu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum upp á 21,8 milljarða Bandaríkjadala, að halda, segir í tilkynningu frá Seðlabanka Póllands.
Segir í tilkynningunni að staðan hagkerfisins og fjármálakerfisins sé góð og því þurfi ríkið ekki á frekari lánum að halda frá AGS. Þess í stað muni landið aðstoða AGS við að hjálpa þurfandi ríkjum. Pólverjar eru meðal þeirra ríkja sem veita Íslendingum fjárhagslegan stuðning.
Pólland er eina aðildarríki ESB þar sem hagvöxtur ríkti á síðasta ári og samkvæmt spá AGS eru líkur á að hann nemi 2,75% í ár og 3,25% á því næsta.