Áhætta í hagkerfinu minnkar

Lánshæfismatsfyrirtækið Standard og Poor's staðfesti í dag lánshæfiseinkunnir íslenska ríkisins fyrir erlendar skuldbindingar í fjárfestingarflokki en lækkaði lánshæfiseinkunnir í innlendum gjaldmiðli um eitt þrep. Horfur eru neikvæðar en Ísland er tekið af gátlista. S&P segist telja líklegt að stöðugleiki náist í efnahag landsins á þessu ári.

Í tilkynningu frá S&P segir, að skammtíma fjárhagshorfur hafi batnað síðan kjósendur greiddu í mars nær einróma atkvæði gegn lagasetningu þess efnis að Ísland endurgreiði Hollandi og Bretlandi vegna Icesave-reikninga Landsbankans.

„Þrátt fyrir mikinn þrýsting vegna erlendrar fjármögnunar og skuldastöðu ríkissjóðs (...) teljum við hagsæld og sveigjanleika íslensks hagkerfis styðja við lánshæfiseinkunn í fjárfestingarflokki. Landsframleiðsla á mann á Íslandi er næstum fjórföld á við miðgildi landa með BBB lánshæfiseinkunn og stjórnskipulag auðveldar hraða og ákveðna stefnumótun í því skyni að koma í veg fyrir greiðsluþrot," segir í tilkynningunni.

S&P segir, að erlend lausafjárstaða verði áfram veik, en stöðug þar sem gjaldeyrishöft verði áfram til staðar og bæti fyrir þá töf sem hefur orðið á útgreiðslu erlends lánsfjár.

Þess vegna sé staðfest  BBB-/A-3 einkunn ríkisins erlendar langtíma- og skammtímaskuldbindingar, þó með neikvæðum horfum. Hins vegar, ef gjaldeyrishöftin festa sig í sessi til lengri tíma, muni þau draga úr sveigjanleika Íslands á sviði peninga- og ríkisfjármála og úr fjárfestingu. Þess vegna sé lánshæfismat fyrir innlendar langtíma- og skammtímaskuldbindingar lækkað úr BBB+/A- í BBB/A-3.

S&P segist munu taka allar lánshæfiseinkunnir af gátlista, þar sem þær hafa verið með neikvæðum horfum frá 5. janúar. Neikvæðar horfur á lánshæfismatinu endurspegli hins vegar hættu á lækkuðu lánshæfismati ef það slitnar upp úr samningaviðræðum um Icesave, sem dragi úr líkum á erlendri fjárfestingu og auki þrýsting á erlenda lausafjárstöðu.

Tilkynning Standard & Poor's

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK