90 milljarða afgangur af vöruskiptum

Hlutur sjávarafurða í útflutningi var 42% á síðasta ári.
Hlutur sjávarafurða í útflutningi var 42% á síðasta ári.

Afgangur var á vöruskiptum við útlönd árið 2009 í fyrsta skipti síðan 2002, reiknað á fob verðmæti, sem nam 90,3 milljörðum króna. Útflutningur jókst um 7,3% frá fyrra ári á verðlagi hvors árs en innflutningur dróst saman um 13,3%.

Fyrstu tvo mánuði þessa árs voru  fluttar út vörur fyrir 83,2 milljarða króna en inn fyrir 62,5 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 20,6 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 10,4 milljarða á sama gengi.

Hagstofan segir, að hlutur sjávarafurða í útflutningi hafi verið 41,7% á síðasta ári og iðnaðarvöru 48,6% en í innflutningi voru stærstu vöruflokkarnir hrá- og rekstrarvörur, fjárfestingarvörur og neysluvörur aðrar en mat- og drykkjarvörur. Stærstu viðskiptalönd voru Holland í útflutningi og Noregur í innflutningi og var EES þýðingamesta markaðssvæðið, jafnt í útflutningi sem innflutningi.

Fyrstu tvo mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutnings 0,1% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 35,4% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 6,6% minna en á sama tíma árið áður.  Útfluttar iðnaðarvörur voru tæp 60% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 33,4% meira en á sama tíma árið áður. Aukning varð í verðmæti útflutnings iðnaðarvara, aðallega áls, en samdráttur  varð í útflutningi á skipum og flugvélum og útflutningi sjávarafurða.

Fyrstu tvo mánuði ársins 2010 var verðmæti vöruinnflutnings 10,1 milljarði eða 13,9% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Samdráttur varð í innflutningi nær allra liða innflutnings, mest í flutningatækjum, hrá- og rekstrarvöru og eldsneyti.

Vefur Hagstofunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK