Írskt met í taprekstri

Vegfarendur ganga fram hjá höfuðstöðvum Anglo Irish Bank í Belfast.
Vegfarendur ganga fram hjá höfuðstöðvum Anglo Irish Bank í Belfast. Reuters

Írskt met í taprekstri fyrirtækja var staðfest í dag þegar Anglo Irish Bank birti ársuppgjör fyrir síðasta ár og síðustu þrjá mánuði ársins 2008. Tap á rekstri bankans þessa 15 mánuði nam 12,7 milljörðum evra, jafnvirði nærri 2200 milljarða króna.

Þá tilkynnti Bank of Ireland að hann ætlaði að afla 2,7 milljarða evra með hlutafjárútboði en bankinn tapaði  1,46 milljörðum evra á fyrstu 9 mánuðum rekstarársins, sem hófst 1. apríl í fyrra.

Írska ríkið þjóðnýtti Anglo Irish Bank á síðasta ári til að koma í veg fyrir að hann félli. Ástæðan fyrir vandræðum írsku bankanna er einkum gríðarlegar afskriftir lána sem ekki höfðu nægar tryggingar. 

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti einnig í dag, að hafin væri rannsókn á því hvort írska ríkið hefði farið eftir evrópskum samkeppnisreglum um ríkisstyrki þegar það kom írskum bönkum til aðstoðar. Framkvæmdastjórnin sagði þó ljóst, að 10,44 milljarða fjárframlag írska ríkisins til Anglo Irish Bank á hálfs árs tímabili hefði verið nauðsynlegt svo bankinn gæti staðið við skuldbindingar sínar.

Brian Lenihan, fjármálaráðherra Írlands, sagði á þingi landsins í gær, að ógnvekjandi upplýsingar hefðu komið fram um það hvernig stjórnendur írskra banka höguðu sér í aðdraganda fjármálakreppunnar og ljóst væri, að írskir skattgreiðendur yrðu að leggja fram gríðarlegar fjárhæðir til að bjarga bankakerfinu. Eru meðal annars áform um að ríkið kaup 81 milljarða dala „vond lán" af bönkunum og leggi Anglo Irish Bank til 8,3 milljarða evra til viðbótar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK