S&P lánshæfismatsfyrirtækið hefur staðfest lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins í erlendri mynt, BBB-/A-3, en lækkað einkunnina í innlendri mynt niður í sömu einkunn úr BBB-/A-2.
Fyrrnefndu einkunnina rökstyður fyrirtækið með því að í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar í byrjun mars, þegar þjóðin hafnaði Icesave-lögunum, hafi horfur til skamms tíma orðið stöðugar í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þá telji S&P líklegt að ríkisstjórnin sitji út árið og því sé minni hætta en áður á stjórnmálalegu tómarúmi.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.