Áfram er unnið að skráningu smásöluverslanakeðjunnar Haga á markað, samkvæmt upplýsingum frá Arion banka.
Greint var frá því í Viðskiptablaðinu í gær að til greina kæmi að selja stóran hlut í fyrirtækinu til sterks fjárfestis, jafnvel allt að 30% hlut í fyrirtækinu.
Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Arion banka, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að fyrirætlanir bankans varðandi Haga væru óbreyttar og áfram væri unnið að skráningarferlinu.
Sjá nánar um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.