Samkeppniseftirlitið mælir með því við Arion banka að bankinn skoði þann kost að selja Haga í hlutum. Stofnunin telur hins vegar að hún hafi ekki lagaheimild til að setja það sem skilyrði fyrir yfirtöku bankans á Högum.
Fram kemur í úrskurði Samkeppniseftirlitsins um samruna Haga og Arion banka að Hagar hafi markaðsráðandi stöðu á matvörumarkaði og á markaði með sölu á bókum. Samruninn raski samkeppni.
Eftirlitið samþykkir engu að síður samrunann en setur ítarleg skilyrði fyrir honum. Sambærileg skilyrði voru sett fyrir samruna Landsbankans og Teymis.
Sjá nánar um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.