Auðjöfur gjaldþrota vegna láns frá Kaupþingi

Simon Halabi
Simon Halabi

Fast­eigna­jöf­ur­inn Simon Hala­bi, hvers eign­ir voru metn­ar að and­virði 3 millj­arða punda árið 2007, var á þriðju­dag úr­sk­urðaður gjaldþrota vegna 56,3 millj­óna punda láns sem hann fékk frá Kaupþing Sin­ger & Friedland­er bank­an­um í Bretlandi. 

The Guar­di­an seg­ir frá því að Hala­bi, sem er af sýr­lensk­um ætt­um, sé einn allra rík­asti auðjöf­ur­inn sem fallið hef­ur frá ríki­dæmi til gjaldþrots í krepp­unni. Meðal eigna hans voru höfuðstöðvar JP Morg­an, Avi­va, RSA og klúbbur­inn In and Out Club á Picca­dilly í London.

Gjaldþrotakraf­an var að sögn Guar­di­an gerð í fyrra af end­ur­skoðenda­fyr­ir­tæk­inu Ernst & Young, sem fer með skipta­stjórn Kaupþings í Bretlandi, yfir skuld­inni. Hala­bi var sjálf­ur ekki viðstadd­ur þegar kraf­an var tek­in fyr­ir dómi. Lögmaður Ernst og Young sagði fyr­ir dómi að Hala­bi hefði ekki brugðist við kröf­unni að neinu leyti og raun­ar væri ekki ljóst hvar hann væri að finna, þótt hann sé skráður með heim­il­is­fang á hót­eli í Sviss.

Lánið frá Kaupþing Sin­ger & Friedland­er, upp á 56,3 millj­óna punda, var að sögn Guar­di­an veitt gegn per­sónu­legri ábyrgð Hala­bi vegna yf­ir­töku hans á lík­ams­rækt­ar­keðjunni Esporta árið 2007.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK