Unnið er að áhættumati fyrir Reykjavíkurborg vegna áhrifa hugsanlegs greiðslufalls Orkuveitunnar á fjárhag og lánshæfismat borgarinnar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Í fréttinni kom fram að borgin þarf að eiga haldbæra 12 milljarða króna komi til greiðslufalls OR. Haft var eftir stjórnarformanni OR að hverfandi líkur væru á að félagið lenti í greiðslufalli.