Olíuverð hækkar

Olíuborpallur á Mexíkóflóa.
Olíuborpallur á Mexíkóflóa.

Verð á olíu hækkaði á markaði í Asíu í morg­un. Hækkaði tunn­an um 77 sent og er 85,64 dal­ir. Er þetta hæsta verð sem feng­ist hef­ur fyr­ir ol­íu­tunnu frá því í októ­ber 2008 og er hækk­un­in rak­in til þess, að vís­bend­ing­ar eru um að efna­hags­líf sé að taka við sér víða um heim eft­ir fjár­mála­kepp­una.

Hag­töl­ur, sem birt­ust í Banda­ríkj­un­um á föstu­dag, juku á bjart­sýni fjár­festa en þær sýndu meðal ann­rs að fjölg­un starfa milli mánaða hef­ur ekki verið meiri í þrjú ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK