Verð á olíu hækkaði á markaði í Asíu í morgun. Hækkaði tunnan um 77 sent og er 85,64 dalir. Er þetta hæsta verð sem fengist hefur fyrir olíutunnu frá því í október 2008 og er hækkunin rakin til þess, að vísbendingar eru um að efnahagslíf sé að taka við sér víða um heim eftir fjármálakeppuna.
Hagtölur, sem birtust í Bandaríkjunum á föstudag, juku á bjartsýni fjárfesta en þær sýndu meðal annrs að fjölgun starfa milli mánaða hefur ekki verið meiri í þrjú ár.