Fjármagnsflótti frá Grikklandi

Mótmæli hafa verið áberandi á Grikklandi að undanförnu vegna niðurskurðar …
Mótmæli hafa verið áberandi á Grikklandi að undanförnu vegna niðurskurðar á ríkisútgjöldum. YIORGOS KARAHALIS

Grísk fyrirtæki og auðmenn hafa að undanförnu tekið fé sitt í vaxandi mæli úr grískum bönkum og lagt það inn í fjármálafyrirtæki í öðrum ríkjum. Samkvæmt tölum gríska seðlabankans fóru meira þrír milljarðar evra af innistæðureikningum grískra einstaklinga eða fyrirtækja úr landinu í febrúar. Í janúar nam upphæðin 5 milljörðum evra.

Eðli málsins samkvæmt er þessi þróun sett í samhengi vi ð bágt efnahagsástand í Grikklandi og mikillar óvissu vegna skuldastöðu ríkisins. Breska blaðið The Daily Telegraph hefur eftir sérfræðingi fjármálarannsóknarfyrirtækisins Credit Sights að þessi fjármagnsflótti frá Grikklandi skyti þarlendum bankamönnum skelk í bringu. Ekki síst vegna þess að grískir bankar hafa engan aðgang að fjármagni um þessar mundir. Áframhaldandi þróun gæti því haft þau áhrif að svigrúm grískra banka til útlánastarfsemi minnki enn frekar og það myndi svo takmarka hagvöxt. 

Samkvæmt frétt The Telegraph hefur stærstur hluti innistæðnanna sem teknar hafa verið út úr gríska bankakerfinu verið settar á reikninga í Sviss, Bretlandi og í Kýpur. Sagt er að grískir fjármagnseigendur horfi sérstaklega til Sviss vegna ótta um að stjórnvöld muni grípa til aukinnar skattlagningar á fjármagnstekjur vegna efnahagsástandsins.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK