Er iPad bjargvættur dagblaða?

Rupert Murdoch aðaleigandi News Corp.
Rupert Murdoch aðaleigandi News Corp. Reuters

Blaðakóngurinn Rupert Murdoch, eigandi News Corp, telur að iPad geti mögulega reynst bjargvættur dagblaðaútgáfu. Hann segir að útgáfufyrirtækin verði að gæta hagsmuna sinna og krefjast gjalds fyrir efni fjölmiðlanna.

Murdoch ver ákvörðun sína um að krefjast aðgangseyris að vefsíðum dagblaða sinna. Hann fagnar tilkomu iPad spjaldtölvunnar frá Apple og þeim möguleikum sem fylgja henni, að því er kemur fram á vefsíðu The Guardian. 

Murdoch ítrekar einnig gagnrýni sína á leitarvélar á borð við Google. Hann sakar þær um að stela efni blaðamanna af hefðbundnum fjölmiðlum.

Murdoch sagði á fundi National Press Club við George Washington háskólann að dagblaðaiðnaðurinn þurfi að gæta sinna hagsmuna og krefjast greiðslu fyrir efnisnotkun um leið og hann beiti höfundarréttarlögum til að koma í veg fyrir að efni þeirra sé notað í leyfisleysi.

„Við ætlum að stoppa fólk á borð við Google eða Microsoft eða hvern sem er í að taka frásagnir fyrir ekki neitt... það eru til höfundarréttarlög og þau viðurkenna þetta,“ sagði Murdoch frammi fyrir fjölda nemenda, blaðamanna og annars fjölmiðlafólks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK