Hægir aftur á vexti á evrusvæði

Seðlabanki Evrópu í Frankfurt.
Seðlabanki Evrópu í Frankfurt. Reuters

Enginn hagvöxtur mældist á evrusvæðinu á síðasta fjórðungi ársins 2009 samkvæmt upplýsingum frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Á þriðja fjórðungi jókst landsframleiðsla á evrusvæðinu um 0,4% miðað við fjórðunginn á undan.

Eurostat hafði áður spáð því að hagvöxtur yrði 0,1% á ársfjórðungnum. Nú gerir stofnunin ráð fyrir því, að landsframleiðsla allra aðildarríkja Evrópusambandsins hafi aukist um 0,1% miðað við fjórðunginn á undan.  

Samanborið við sama ársfjórðung árið 2008 hefur verg landsframleiðsla, að teknu tilliti til árstíðabundinna leiðréttinga, dregist saman um 2,2% á milli ára.

Útflutningur jókst um 1,9% en hafði aukist um 2,9% á 3. ársfjórðungi. Innflutningur jókst um 1,3% en hann hafði aukist um 2,95 á fyrri ársfjórðungi. Fjárfestingar drógust saman um 1,3% en þær höfðu minnkað um 0,9% á 3. ársfjórðungi. Einkaneysla stóð í stað en hún hafði minnkað um 0,1% á fyrri ársfjórðungi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK