Gengi grískra hlutabréfa hefur hrunið í morgun í kauphöllinnini í Aþenu og kauphallarvísistalan hefur lækkað um rúm 5%. Er þetta rakið til ótta fjárfesta við að gríska ríkinu takist ekki að uppfylla fjárhagslegar skuldbindingar sínar en skuldatryggingaálag grískra ríkisskuldabréfa hefur hækkað mikið síðustu daga.
Það voru einkum stórir grískir bankar, sem hafa orðið fyrir barðinu á þessari þróun en í gær tilkynnti seðlabanki Grikklands, að margir af stærstu bönkum landsins hefðu óskað eftir fjárstuðningi í samræmi við áætlun, sem þáverandi ríkisstjórn lagði fram undir lok ársins 2008.
Ávöxtunarkrafa á 10 ára ríkisskuldabréf hækkaði í rúm 7,4% í gær og hefur ekki verið hærri frá því Grikkland tók upp evru árið 2001.