Lárus fékk bein fyrirmæli frá Jóni Ásgeiri

Skilanefnd bankans vill háar skaðabætur frá fyrrverandi eigendum og stjórnendum. …
Skilanefnd bankans vill háar skaðabætur frá fyrrverandi eigendum og stjórnendum. Afskipti eigenda af lánastarfsemi bankans voru talsverð, samkvæmt stefnu sem skilanefndin birti þeim fyrir páska. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, tók við fyrirmælum frá stórum hluthöfum bankans um fjárfestingaákvarðanir meðan bankinn starfaði.

Skilanefnd Glitnis hefur stefnt þeim Lárusi Welding, Pálma Haraldssyni, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og þremur starfsmönnum Glitnis vegna viðskipta sem viðkomandi komu að með einum eða öðrum hætti.

Starfsmennirnir sem um ræðir eru þeir Rósant Már Torfason, Magnús Arngrímsson og Guðný Sigurðardóttir. Þrjú síðastnefndu starfa öll hjá Íslandsbanka, en hafa nú tekið sér leyfi á meðan málið er rekið fyrir dómstólum. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Sjónvarpsins í gærkvöldi.

Engar persónulegar skuldir

Orðrétt úr tölvupóstum

Þetta eru málin sem ég er að bögga ykkur með, aðallega í tekjuöflun fyrir bankann set þetta skýrt upp the bonus way svo við getum með einföldum hætti klárað málin.

Fyrirsögn á tölvupósti Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til Lárusar Welding

Þetta eru málin nenni ekki að bögga ykkur á hverjum degi með þessu enda ætlast ég til að CEO þessara félaga vinni sín mál. Ef við komum þessum málum frá þá er borðið mitt hreint. Annars er kanski best að ég verði starfandi stjórnarformaður Glitnisbanka

Úr tölvubréfi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til Lárusar Welding

Mér finnst hinn góði eigandi okkar aðeins setja þig í erfiða stöðu með þessum mail. Goldsmith er t.d. virði 1,5 en ekki 4 osfrv. En ég geri allt sem þú segir mér að gera. Kv. Einar

Úr tölvupósti Einars Ólafssonar,þáverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjaráðgjafar bankans, til Lárusar Welding en áður hafði Lárus áframsent á hann bréf Jóns Ásgeirs

Ég ítreka að ég legg mikla áherslu á að við gerum þetta með þeim hætti sem rætt var um....

Úr tölvubréfi Pálma Haraldssonar, kenndur við Fons, til Lárusar Welding en fléttan snerist aðallega um hann

Verð að viðurkenna að ég skil ekki af hverju við lánum ekki bara Pálma tvo milljarða til að koma fyrir á Cayman áður en hann fer á hausinn. Í stað þess að fara alla þessa Goldsmith æfingu.

Úr tölvupósti Einars Ólafssonar til Lárusar Welding

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK