Flutt var út í mars fyrir 52,8 milljarða króna og inn fyrir 41,4 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Vöruskiptin í mars, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 11,4 milljarða króna. Afgangur hefur nú verið á vöruskiptum alla mánuði frá september 2008.
Í mars á síðasta ári voru vöruskiptin hagstæð um 15,7 milljarða króna á þáverandi gengi. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs var 22 milljarða króna afgangur af vöruskiptum við útlönd en fyrstu þrjá mánuði ársins 2009 nam afgangurinn 30 milljörðum króna.
Árið 2009 voru fluttar út vörur fyrir 500,9 milljarða króna en inn fyrir 410,6 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptum, reiknað á fob verðmæti, sem nam 90,3 milljörðum króna.