Icelandair flutti alls 87.772 farþega í mars sem er 24% aukning frá sama mánuði í fyrra. Sætanýting var 74,6% en var 72,1% í fyrra. Það sem af er árinu hefur félagið flutt 227.175 farþega sem er 20% aukning milli ára. Sætanýting var 68,1% sem er svipað og í fyrra.
Icelandair segir í tilkynningu, að aukning hafi verið á öllum leiðum til Íslands og einnig á leiðum frá Íslandi nema til Norðurlandanna. Mestur vöxtur hafi verið á leiðum milli Íslands, Manchester og Glasgow.
Þá hafi sætaframboð verið aukið um 26% milli ára, meðal annars vegna nýrrar áætlunar til Seattle.