Nýi Landsbankinn hefur af því áhyggjur hvaða áhrif svokölluð fyrningarleið hefði á lánabók bankans.
Í ársreikningi bankans segir að fari svo að Alþingi samþykki lög um fyrningu fiskveiðiheimilda muni það verða til þess að lækka virði fiskveiðiskipa, en kvóti er bundinn við skip.
Bankinn á veð í fjölda fiskveiðiskipa vegna lána til útgerða og myndi slík virðisrýrnun veðandlaga veikja lánabók Landsbankans. Þá á bankinn einnig í ákveðnum tilvikum veð í kvótanum sjálfum og virðislækkun hans kemur einnig niður á lánabókinni.