Í mál á hendur ábyrgðarmönnum

Spari­sjóður Vest­manna­eyja hef­ur höfðað dóms­mál á hend­ur tveim­ur ábyrgðarmönn­um konu sem fór í greiðsluaðlög­un. Spari­sjóður­inn krefst þess að ábyrgðar­menn­irn­ir greiði skuld­ir henn­ar þrátt fyr­ir að það sé bannað sam­kvæmt lög­um. Sjóður­inn tel­ur ákvæðin í ný­leg­um ábyrgðamanna­lög­um ganga gegn stjórn­ar­skrá. Stöð 2 greindi frá þessu í kvöld.

Kon­an, sem er 75% ör­yrki á fimm­tugs­aldri, fékk greiðsluaðlög­un samþykkta í héraðsdómi sl. haust, skuldaði hún spari­sjóðnum tvær millj­ón­ir króna. Í frétt Stöðvar 2 kom fram að sam­kvæmt lög­um, sem sett voru á síðasta ári, eiga ábyrgðar­menn fólks í greiðsluaðlög­un ekki að gang­ast í ábyrgð fyr­ir skuld­ir viðkom­andi. Á þetta féllst spari­sjóður­inn ekki og ákvað að höfða mál á hend­ur bróður kon­unn­ar og átt­ræðrar móður henn­ar.

Dóms er að vænta í mál­inu í næstu viku, sam­kvæmt Stöð 2.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK