Lífeyrisgreiðslur lækka

Lífeyrissjóður verzlunarmanna er í Húsi verslunarinnar.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna er í Húsi verslunarinnar.

Stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna hef­ur ákveðið að leggja til við aðild­ar­sam­tök sjóðsins að lækka greiðslur til líf­eyr­isþega um  10% frá og með 1. júlí 2010 og að áunn­in líf­eyr­is­rétt­indi sjóðfé­laga verði lækkuð um 10% frá 1. janú­ar 2010.

Þessi ráðstöf­un er bein af­leiðing yf­ir­stand­andi fjár­málakreppu sem því miður hef­ur komið niður á ávöxt­un eigna sjóðsins.
Trygg­inga­fræðileg at­hug­un á sjóðnum, sem miðuð var við árs­lok 2009, leiddi í ljós að heild­ar­eign­ir sjóðsins, sam­an­borið við heild­ar­skuld­bind­ing­ar hans, eru nei­kvæðar um 10,8%. 

Lög um starf­semi líf­eyr­is­sjóða  mæla fyr­ir um að eign­ir þeirra og skuld­bind­ing­ar til framtíðar þurfi að stand­ast á, þó heim­ilt sé að víkja frá því tíma­bundið.  Því er ljóst að lag­færa þarf trygg­inga­fræðilega stöðu sjóðsins og end­ur­skoða líf­eyr­is­rétt­indi og líf­eyr­is­greiðslur, eins og nú hef­ur verið lagt til. Í frétta­til­kynn­ingu frá sjóðnum seg­ir að vel hafi tek­ist að laga sjóðinn að breyttu efna­hags­um­hverfi, því nafnávöxt­un árs­ins 2009 nam 10,0% sem svar­ar til 1,2% ávöxt­un­ar um­fram verðbólgu.

Líf­eyr­is­greiðslur ráðast einkum af iðgjöld­um,  raunávöxt­un, líf­aldri sjóðfé­laga og ör­orkutíðni.   Líf­eyr­is­greiðslur frá sjóðnum hafa hækkað meira en sem nem­ur hækk­un launa­vísi­tölu síðastliðinn ára­tug.  Lækk­un líf­eyr­is­greiðslna um 10% sam­svar­ar því hækk­un líf­eyr­is­greiðslna vegna verðtrygg­ing­ar árs­ins 2009 og það sem af er árs 2010. 

Á tíma­bil­inu 1997 til árs­ins 2009 voru líf­eyr­is­rétt­indi sjóðfé­laga hækkuð í þrem­ur áföng­um um 21,1% um­fram verðlags­breyt­ing­ar.  Eft­ir lækk­un­ina nú nem­ur þessi hækk­un 9% þrátt fyr­ir áhrif fjár­málakrepp­unn­ar.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK