Sigurbjörn Þorkelsson hefur verið ráðinn sem yfirmaður verðbréfaviðskipta í Asíu og Kyrrahafinu hjá breska fjármálafyrirtækinu Barclays. Sigurbjörn lét á dögunum af störfum hjá japanska bankanum Nomura en þar var hann einnig yfirmaður verðbréfaviðskipta í Asíu.
Sigurbjörn gegndi stöðunni hjá Nomura frá því japanska fyrirtækið yfirtók starfsemi Lehman Brothers í Asíu og Evrópu í október 2008. Áður hafði hann verið hjá Lehman í 13 ár og átti hann stóran þátt í að þróa afleiðuviðskipti bankans í Bandaríkjunum og Evrópu.