Afskrifar kröfuna á Straum

Starfssvæði Stapa er aðallega á Norður- og Austurlandi.
Starfssvæði Stapa er aðallega á Norður- og Austurlandi. mbl.is/Kristinn

Af­koma líf­eyr­is­sjóðsins Stapa var slök á síðasta ári. Sjóður­inn hef­ur tekið ákvörðun um að færa niður að fullu kröfu sem sjóður­inn átti á Straum-Burðarás. Við það versn­ar trygg­inga­fræðileg staða sjóðsins um 1-2%.

Straum­ur varð gjaldþrota á síðasta ári. Krafa Stapa á bank­ann hljóðaði upp á 4 millj­arða króna. Vegna mistaka skilaði líf­eyr­is­sjóður­inn ekki inn kröfu fyr­ir aug­lýst­an kröf­u­lýs­ing­ar­frest. Til að ná fram kröf­unni þurfti Stapi að óska eft­ir því við aðra kröfu­hafa að þeir samþykktu að taka kröf­una til greina.

„Þá varð sjóður­inn fyr­ir miklu áfalli um mitt sum­ar 2009 þegar í ljós kom að lög­manns­stofa sem unnið hef­ur fyr­ir sjóðinn til margra ára, lýsti kröf­um í þrota­bú Straums Burðaráss Fjár­fest­ing­ar­bank hf. eft­ir að kröf­u­lýs­ing­ar­frest­ur var út­runn­inn.  Strax í kjöl­farið var sett af stað mik­il vinna til að reyna að koma kröf­unni að  og er enn í dag ekki útséð um hvort það tekst.  Hins veg­ar er mat stjórn­enda sjóðsins, að svo mik­il óvissa ríki um af­drif kröf­unn­ar, að ekki er annað verj­andi en að færa hana niður að fullu.  Þessi niður­færsla hafði veru­leg áhrif til hins verra á af­komu sjóðsins á ár­inu og ger­ir trygg­inga­fræðilega stöðu sjóðsins lak­ari um 1-2%,“ seg­ir í frétt frá sjóðnum.

Árið 2009 var erfitt rekstr­ar­ár fyr­ir Stapa líf­eyr­is­sjóð.  Af­koma Trygg­inga­deild­ar sjóðsins var slök annað árið í röð og er trygg­inga­fræðileg staða deild­ar­inn­ar erfið. Trygg­inga­fræðileg staða líf­eyr­is­sjóðsins er nei­kvæð um 21,1 millj­arð króna eða sem nem­ur 10,8% af eign­um sjóðsins. „Þrátt fyr­ir var­færið mat á eign­um í árs­lok 2008 reynd­ist staðan vera mun verri en gert var ráð fyr­ir og hafði tölu­verð áhrif á af­komu árs­ins 2009.“

Nafnávöxt­un Trygg­inga­deild­ar var já­kvæð um 1,9% en raunávöxt­un nei­kvæð um 6,2%.  Söfn Sér­eign­ar­deild­ar komu vel út á ár­inu og var raunávöxt­un Safns I 10,9%, Safns II 11,5% og Safns III 9,2% á ár­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK