Hlutabréf Nokia hrynja

Gengi hlutabréfa finnska farsímaframleiðandans Nokia lækkuðu um 13% í kauphöllinni í Helsinki í morgun eftir að fyrirtækið birti árshlutauppgjör, sem olli fjárfestum vonbrigðum.

Hagnaður Nokia nam  349 milljónum evra, jafnvirði tæplega 60 milljarða króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tíma á síðasta ári nam hagnaðurinn 122 milljónum evra. Sérfræðingar höfðu hins vegar spáð 388 milljóna evra hagnaði. 

Olli-Pekka Kallasvuo, forstjóri Nokia, sagði í tilkynningu að áfram væri mikil samkeppni á markaði fyrir dýrari síma og einnig væru markaðsaðstæður erfiðar varðandi farsímakerfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK