Staða þjóðarbúsins verri en opinberar tölur sýna

Gylfi vísar í opinberar tölur Seðlabankans.
Gylfi vísar í opinberar tölur Seðlabankans. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Opinberar tölur Seðlabanka Íslands vanmeta neikvæða hreina erlenda stöðu þjóðarinnar, þ.e. skuldir þjóðarbúsins umfram eignir. Samkvæmt minnisblaði Seðlabankans frá 18. desember mun neikvæða staðan nema 91% af vergri landsframleiðslu í árslok 2010, en opinberar tölur Seðlabankans gefa hins vegar til kynna að hún sé neikvæð um 28%. Þetta kemur fram í grein Oddgeirs Ottesens hagfræðings, sem birtist í blaðinu í dag.

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur undanfarið haldið fyrirlestra, þar sem hann hefur borið saman hreina erlenda stöðu Íslands og annarra ríkja. Þar hefur hann byggt á opinberum tölum Seðlabanka Íslands, sem gefa sem fyrr segir til kynna að staðan sé neikvæð um 28%. Gylfi setti ekki fram neina fyrirvara um minnisblað Seðlabankans frá því í desember.

Í fyrirlestri sínum í Háskóla Íslands 25. mars sl. sagði Gylfi:

„Staða þjóðarbúsins í heild er furðu lík [stöðunni fyrir hrunið]. Hvort sem við horfum á skuldir þjóðarbúsins, vergar eða hreinar, eða eignastöðu hins opinbera, verga eða hreina. Í grundvallaratriðum eru hagtölur mjög nærri því sem þær voru fyrir hrun.“

Þegar þetta var borið undir Gylfa svaraði aðstoðarmaður hans því til að eins og blaðamaður benti á hefði ráðherra miðað við opinberar tölur frá Seðlabankanum. „Í fyrirlestrunum sem þú vísar til hefur ráðherra reyndar lagt áherslu á að þessi tala muni fyrirsjánlega taka miklum breytingum m.a. með uppgjöri á þrotabúum bankanna.

Sjá nánar ítarlega umfjöllun um þetta málí viðskitpablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK