Efnahagsbatinn hraðari en búist var við

Fjármálaráðherrarnir í Washington í dag.
Fjármálaráðherrarnir í Washington í dag. Reuters

Fjármálaráðherrar svonefndra G20 ríkja sögðu í lokayfirlýsingu eftir fund þeirra í Washington í dag, að efnahagsbatinn í hagkerfum heimsins væri hraðari en búist hefði verið við. Það megi þakka samstilltum aðgerðum ríkjanna, sem eigi sér ekki fordæmi.

Þá fóru ráðherrarnir fram á það við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, að hann íhugaði að leggja skatta á stór fjármálafyrirtæki, sem muni stuðla að því að þeir taki ekki eins mikla áhættu í rekstri og væri einnig hægt að nota til að standa undir kostnaði vegna björgunaraðgerða í framtíðinni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK