Höskuldur H. Ólafsson ráðinn bankastjóri Arion banka

Höskuldur H. Ólafsson.
Höskuldur H. Ólafsson.

Stjórn Ari­on banka hef­ur ráðið Hösk­uld H. Ólafs­son í starf banka­stjóra Ari­on banka og mun hann taka til starfa eigi síðar en 1. júní næst­kom­andi. Hösk­uld­ur var val­inn úr hópi 40 um­sækj­enda sem sóttu um stöðuna þegar Ari­on banki aug­lýsti eft­ir banka­stjóra í des­em­ber.

Ný stjórn Ari­on banka sem tók til starfa 18. mars sl. hef­ur unnið að ráðningu Hösk­uld­ar H. Ólafs­son­ar und­an­farn­ar vik­ur. Í til­kynn­ingu frá bank­an­um seg­ir, að við val á nýj­um banka­stjóra hafi sér­stak­lega verið litið til þess að viðkom­andi hefði víðtæka stjórn­un­ar­reynslu, m.a. úr fjár­mála­geir­an­um og byggi yfir hæfi­leik­um til að stýra ein­um af stærstu bönk­um lands­ins á umbreyt­inga­skeiði í ís­lensku efna­hags­lífi.

Hösk­uld­ur hef­ur verið for­stjóri Valitor – Visa Ísland síðastliðin fjög­ur ár en þar áður gegndi hann marg­vís­leg­um stjórn­un­ar­störf­um hjá Eim­skip í 17 ár, hér á landi og er­lend­is. Hösk­uld­ur er viðskipta­fræðing­ur að mennt. Hann er kvænt­ur Sig­ríði Ólafs­dótt­ur og eiga þau þrjú börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK