Höskuldur H. Ólafsson ráðinn bankastjóri Arion banka

Höskuldur H. Ólafsson.
Höskuldur H. Ólafsson.

Stjórn Arion banka hefur ráðið Höskuld H. Ólafsson í starf bankastjóra Arion banka og mun hann taka til starfa eigi síðar en 1. júní næstkomandi. Höskuldur var valinn úr hópi 40 umsækjenda sem sóttu um stöðuna þegar Arion banki auglýsti eftir bankastjóra í desember.

Ný stjórn Arion banka sem tók til starfa 18. mars sl. hefur unnið að ráðningu Höskuldar H. Ólafssonar undanfarnar vikur. Í tilkynningu frá bankanum segir, að við val á nýjum bankastjóra hafi sérstaklega verið litið til þess að viðkomandi hefði víðtæka stjórnunarreynslu, m.a. úr fjármálageiranum og byggi yfir hæfileikum til að stýra einum af stærstu bönkum landsins á umbreytingaskeiði í íslensku efnahagslífi.

Höskuldur hefur verið forstjóri Valitor – Visa Ísland síðastliðin fjögur ár en þar áður gegndi hann margvíslegum stjórnunarstörfum hjá Eimskip í 17 ár, hér á landi og erlendis. Höskuldur er viðskiptafræðingur að mennt. Hann er kvæntur Sigríði Ólafsdóttur og eiga þau þrjú börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK