Moody's telur horfur stöðugar

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið.

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's telur nú að horfur fyrir lánshæfismat íslenska ríkisins hafi batnað eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn endurskoðaði efnahagsáætlun Íslands á föstudag og opnaði fyrir lánafyrirgreiðslu til landsins.

Moody's taldi áður að horfur fyrir núverandi lánshæfiseinkunn Íslands væru „neikvæðar" en hefur nú breytt þeim horfum í „stöðugar". Einkunn Íslands fyrir erlendar og innlendar skuldbindingar er Baa3.

Í tilkynningu frá Moody's segir Kenneth Orchard, starfsmaður fyrirtækisins, að útlitið fyrir erlenda fjármögnun Íslands hafi batnað eftir að opnast hafi á ný fyrir lánalínur frá Alþjóðagjaldeyrisssjóðnum og Norðurlöndunum. Þá muni innflæði gjaldeyris í landið auka traust og styðja við efnahagslega endurreisn landsins. 

Moody's breytti horfunum í neikvæðar fyrir nokkrum vikum þegar mikil óvissa ríkti um afgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna Icesave-deilunnar.  Afgreiðsla sjóðsins á föstudag þýðir hins vegar að Ísland fær aðgang að allt að 700 milljónum evra og ætti að fá aðgang að 1,56 milljörðum evra á næstu 16 mánuðum. 

Orchard segir, að þetta þýði að Ísland geti endurgreitt svonefnd Eurobonds, sem verða á gjalddaga á árunum 2011 og 2012. 

Tilkynning Moody's

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK