Eru aftur orðin forrík

Lakshmi Mittal, ríkasti maður Bretlands.
Lakshmi Mittal, ríkasti maður Bretlands. Reuters

Rík­asta fólk Bret­lands hef­ur hrist af sér fjár­málakrepp­una, sem leiddi til þess að held­ur minnkaði í fjár­hirsl­um þess síðari hluta árs­ins 2008 og fyrri hluta árs­ins 2009. Nú hafa hluta­bréf hækkað aft­ur, bank­ar græða sem aldrei fyrr og sjálfs­traust fjár­festa hef­ur stór­auk­ist.

Þetta má lesa út úr nýj­um lista breska blaðsins Sunday Times yfir þá rík­ustu á Bret­lands­eyj­um. Eign­ir 1000 rík­asta fólks Bret­lands hafa vaxið um 29,9% milli ára og nema nú 335,5 millj­örðum punda, jafn­v­irði  66.500 millj­örðum króna. Er þetta mesti ár­svöxt­ur í 22 ára sögu auðæfal­ista Sunday Times. 

Rík­ast­ur en ind­verski stálkóng­ur­inn Laks­himi Mittal. Fyr­ir ári hafði gengi hluta­bréfa fyr­ir­tæk­is hans, Arcel­orMittal, lækkað mikið og eign­ir hans voru metn­ar á 10,8 millj­arða punda. Nú hafa hluta­bréf­in tekið við sér og eign­ir hans eru metn­ar á 22,45 millj­arða punda, jafn­v­irði 4445 millj­arða króna. 

Sunday Times seg­ir, að helsta fórn­ar­lamb fjár­málakrepp­unn­ar sé ef til vill Simon Hala­bi, sem auðgaðist á fast­eignaviðskipt­um og árið 2008 voru eign­ir hans metn­ar á 2 millj­arða punda. Fyrr í apríl var Hala­bi úr­sk­urðaður gjaldþrota vegna 56,3 millj­óna punda láns, sem hann fékk hjá Kaupþingi í Bretlandi og skila­nefnd bank­ans gjald­felldi.

Rík­asta fólk Bret­lands að mati Sunday Times:

  1. Laks­hami Mitt­an og fjöl­skylda, 22,4 millj­arðar punda 109% aukn­ing
  2. Rom­an Abra­móvít­sj, 7,4 millj­arðar punda, 6% aukn­ing
  3. Her­tog­inn af West­minster, 6,7 millj­arðar punda, 4% aukn­ing
  4. Er­nesto og Kir­sty Bertar­elli, 5,9 millj­arðar punda, 19% aukn­ing
  5. Dav­id og Simon Reu­ben, 5,5 millj­arðar punda, 121% aukn­ing
  6. Al­isher Usmanov, 4,7 millj­arðar punda, 213% aukn­ing
  7. Galen og Geor­ge West­on og fjöl­skynda, 4,5 millj­arðar, óreytt
  8. Char­lene og Michel de Car­val­ho, 4,4 millj­arðar, 49% aukn­ing
  9. Sir Phil­ip og lafði Green, 4,1 millj­arður punda, 7% aukn­ing
  10. Anil Ag­arwal, 4,1 millj­arður punda, 583% aukn­ing. 
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK