Hörð gagnrýni á matsfyrirtæki

Lehman Brothers var ein þeirra fjármálastofnana sem á endanum fór …
Lehman Brothers var ein þeirra fjármálastofnana sem á endanum fór flatt á því að kaupa undirmálslán og selja þau áfram sem skuldabréf. REUTERS

Banda­rísk þing­nefnd gagn­rýn­ir fram­ferði tveggja mats­fyr­ir­tækja og segja þau bera mikla ábyrgð á því hvernig fór fyr­ir fjár­mála­kerf­um heims­ins. Tel­ur nefnd­in mats­fyr­ir­tæk­in Moo­dy's og Stand­ard & Poor hafa stjórn­ast af græðgi og látið það hafa áhrif á sig að fjár­mála­stofn­an­ir greiða þeim fyr­ir að meta fjár­mála­af­urðir sín­ar.

Formaður þing­nefnd­ar­inn­ar, demó­krat­inn Carl Levin, seg­ir að mats­fyr­ir­tæk­in hafi gert bönk­um kleift að selja „áhættu­söm bréf merkt sem áhættu­lít­il“ og gagn­rýn­ir þau fyr­ir að hafa brugðist of seint við þegar ljóst varð hve áhætt­an var orðin mik­il í kerf­inu.

Rann­sókn­ar­nefnd á veg­um þings­ins hef­ur einnig rann­sakað gjörðir mats­fyr­ir­tækj­anna Moo­dy's og Stand­ard & Poor og er niðurstaðan sú að fyr­ir­tæk­in hafi haft óeðli­lega mikla trú á áhættu­söm­um fjár­mála­gjörn­ing­um.

Eins og frægt er orðið fengu fjár­mála­vafn­ing­ar og skulda­bréf, sem á bakvið stóðu und­ir­máls­lán­in svo­kölluðu, lengi vel fullt hús stiga frá mats­fyr­ir­tækj­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK