Kröfuhafar Byrs og Sparisjóðs Keflavíkur þurfa að afskrifa um 80 milljarða króna í kjölfar yfirtöku ríkisins á sjóðunum tveimur. En greint var frá því að kvöldi sumardagsins fyrsta að Fjármálaeftirlitið hefði tekið yfir stjórn beggja sjóða.
Talið er að erlendir kröfuhafar láti reyna á hvort lögmætt sé að beita neyðarlögum 18 mánuðum eftir hrun. Beiting laganna, og þá sér í lagi færsla innistæðna fremst í kröfuröð, hafi verið réttlætanleg í október 2008 þegar neyðarástand hafi ríkt á íslenskum fjármálamarkaði og bankaáhlaup að eiga sér stað. Hins vegar sé allt annað ástand í dag og því hæpið að beita lögunum nú.