Bandarískir vogunarsjóðir sitja um kröfur í þrotabú Glitnis, að því er kom fram í fréttum Sjónvarpsins í kvöld. Kröfuhafi, sem á 2 milljarða kröfu í búið, sagðist telja að skilanefnd bankans hefði veitt vogunarsjóðunum upplýsingar um kröfuna.
Einn vogunarsjóður bauð 25-30% af verðmæti kröfunnar en kröfuhafinn neitaði að selja.