Atburðir í Grikklandi höfðu áhrif í Asíu

Kona gengur framhjá ljósaskilti þar sem gengi hlutabréfa er skráð …
Kona gengur framhjá ljósaskilti þar sem gengi hlutabréfa er skráð í Tókýó. Reuters

Hlutabréf lækkuðu í kauphöllum í Asíu í morgun og gengi evrunnar lækkaði gagnvart Bandaríkjadal. Er það rakið til frétta frá Grikklandi en matsfyrirtækið Standard & Poor´s lækkaði í gær lánshæfiseinkunn gríska ríkisins niður í ruslflokk. 

„Það hlaut að koma að því fyrr eða síðar, að einkunn Grikklands yrði lækkuð frekar," sagði Koon Goh, aðalhagfræðingur ANZ Bank í Wellington í Ástralíu við Dow Jones fréttastofuna. „En þessi mikla lækkun kom markaðnum í opna skjöldu."

Goh sagði, að kastljósið myndi nú beinast að öðrum skuldsettum ríkjum á evrusvæðinu og fjárfestar muni krefjast hárrar ávöxtunar á skuldabréf þeirra.  

Kauphallarvísitala í Hong Kong lækkaði um 1,26% og vísitala í Singapúr um 1,41%. Þá lækkaði Nikkei vísitalan í Tókýó um 2,57% og vísitalan í Sydney um 1,17%.  

Dow Jones hlutabréfavísitalan í kauphöllinni á Wall Street lækkaði um 1,9% í gærkvöldi. Gengi evrunnar fór niður fyrir 1,32 dali á markaði í New York í gærkvöldi í fyrsta skipti frá því í apríl á síðasta ári. Gengi evrunnar hækkaði þó lítillega á ný á markaði í Tókýó í morgun.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK