Evrópska regluverkið brást

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Skortur á eftirliti með íslensku bönkunum skýrir ekki fyllilega bankahrunið, að mati Más Guðmundssonar seðlabankastjóra.

Í erindi, sem hann hélt í tilefni af ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington, sagði Már að evrópska regluverkið sjálft hefði verið gallað.

„Ég held að í Evrópu séu menn ekki búnir að draga réttan lærdóm af hruni íslensku bankanna og reyndi ég að benda á þá galla sem voru í evrópska regluverkinu fyrir og við hrun þeirra,“ segir Már.

Meðal þess sem hann bendir á er að samkvæmt hinu svokallaða evrópska vegabréfi gátu bankar sem höfðu starfsleyfi í einu EES-ríkjanna starfað í þeim öllum. Margir bankar, þar á meðal þeir íslensku, voru með umfangsmikla starfsemi utan heimalandsins. Þrátt fyrir þetta hafi eftirlit með fjármálastofnunum og bönkum verið á ábyrgð einstakra ríkja.

Sjá nánar samtal við Má í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK