Gætu þurft 120 milljarða evra

Gríska þinghúsið í Aþenu.
Gríska þinghúsið í Aþenu. Reuters

Hugsanlegt er nú talið, að Evrópusambandið (ESB) og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) neyðist til að veita Grikkjum allt að 120 milljarða evra lánafyrirgreiðslu, yfir 20 þúsund milljarða króna, á næstu þremur árum.

Þetta hafa alþjóðlegar fréttastofur eftir Jürgen Trittin, formanni þingflokks Græningja í Þýskalandi, eftir fund sem hann átti með  Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra AGS og Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra Evrópu, í Berlín í dag.

„Aðstoðin gæti numið 100-120 milljörðum evra," sagði Trittin við fréttamenn. Thomas Oppermann, þingmaður Jafnaðarmannaflokksins, sem sat sama fund, nefndi einnig 120 milljarða evra.  Strauss-Kahn neitaði að tjá sig um upphæðir þegar blaðamenn báru þetta undir hann.

Til þessa hefur verið rætt um að 45 Grikkir fái 45 milljarða evra lánalínu og þar af fái þeir 30 milljarða evra frá ESB og 15 milljarða frá AGS. 

Andreas Loverdos, vinnumálaráðherra Grikklands, sagði í dag að grísk stjórnvöld hefðu hafnað tillögum frá ESB og AGS um að lækka almenn laun í landinu frekar. Ríkisstjórnin  lækkaði nýlega laun ríkisstarfsmanna og hafa viðbrögð verkalýðsfélaga verið afar hörð og hafa þau gripið til verkfalla.

Stjórnendur AGS og Seðlabanka Evrópu þrýsta nú á þýsk stjórnvöld að láta af fyrirvörum sínum við lánafyrirgreiðsluna til Grikkja og segja að gengisstöðugleiki á evrusvæðinu sé í húfi.  

Strauss-Kahn og Trichet sögðu á blaðamannafundi með Wolfgang Schäuble, utanríkisráðherra Þýskalands, í Berlín í dag, að Þjóðverjar hefðu ekki mikinn tíma til að velta aðstoðinni við Grikki fyrir sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK