Gengi portúgalskra hlutabréfa hrynur

Frá Lissabon.
Frá Lissabon.

Gengi portúgalskra hlutabréfa hrundi í viðskiptum í kauphöllinni í Lissabon í morgun. Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í gær lánshæfiseinkunn portúgalska ríkisins um tvo flokka og óttast fjárfestar að grísk  ríkisskuldabréf lendi brátt í ruslflokki líkt og skuldabréf Grikkja lentu í gær. 

PSI-20 hlutabréfavísitalan í Portúgal lækkaði um 5,71% skömmu eftir að viðskipti hófust í morgun. Þá hækkaði ávöxtunarkrafa portúgalskra ríkisskuldabréfa og er nú 5,6%.  

Standard & Poor's lækkaði í gær lánshæfiseinkunn portúgalska ríkisins úr A+ í A- með neikvæðum horfum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK