Ríkisútvarpið skilaði hagnaði upp á rúmlega 33 milljónir króna fyrstu sex mánuði yfirstandandi rekstrarárs, eða á tímabilinu frá 1. september 2009 til 28. febrúar í ár. Á sama tímabili árið áður var 365 milljóna króna tap á rekstrinum.
Eignir RÚV í lok tímabilsins námu tæplega 5,8 milljörðum króna, bókfært eigið fé er rúmlega 548 milljónir króna og eiginfjárhlutfall félagsins 9,47%.