HP kaupir Palm

Snjallsími frá Palm.
Snjallsími frá Palm.

Bandaríski tölvuframleiðandinn Hewlett-Packard tilkynnti í kvöld að hann væri að kaupa farsíma- og smátölvuframleiðandann Palm fyrir 1,2 milljarða dala, jafnvirði 550 milljarða króna. Með þessum kaupum vill HP komast inn á markað fyrir svonefnda snjallsíma.

Fyrirtækin segja að stjórnir beggja fyrirtækjanna hafi samþykkt yfirtökuna. Fá hluthafar Palm 5,70 dali í reiðufé fyrir hvern hlut í Palm. 

Palm var brautryðjandi í framleiðslu svonefndra lófatölva undir lok síðustu aldar en hefur átt í erfiðleikum með að ná markaðshlutdeild á markaði fyrir farsíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK