Raunávöxtun LSR jákvæð um 2,9%

Raunávöxtun LSR var þokkaleg á síðasta ári.
Raunávöxtun LSR var þokkaleg á síðasta ári.

Nafnávöxt­un Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins (LSR) var 11,9% á ár­inu 2009 sem svar­ar til 2,9% hreinn­ar raunávöxt­un­ar. Þetta er held­ur betri ávöxt­un en aðrir líf­eyr­is­sjóðir sem hafa verið að birta upp­gjör síðustu daga. Hauk­ur Haf­steins­son, fram­kvæmda­stjóri LSR seg­ir niður­stöðuna viðun­andi.

Sveifl­ur í ávöxt­un líf­eyr­is­sjóðsins hafa verið mikl­ar und­an­far­in ár en meðaltal hreinn­ar raunávöxt­un­ar síðustu 10 ár er 1,5%. Sé litið til síðustu 20 ára er meðaltal hreinn­ar raunávöxt­un­ar 3,6% en í trygg­inga­fræðilegri út­tekt á stöðu og skuld­bind­ing­um líf­eyr­is­sjóða er miðað við að ávöxt­un til langs tíma sé 3,5%.

Í árs­lok 2009 voru 55% af eign­um sjóðsins í inn­lend­um skulda­bréf­um, 0,8% í er­lend­um skulda­bréf­um, 1,1% í inn­lend­um hluta­bréf­um, 33,0% í er­lend­um hluta­bréf­um, 4,2% í öðrum fjár­fest­ing­um og 5,9% í inn­lán­um.

Staða A-deild­ar nei­kvæði um 13,2%

Um síðustu ára­mót voru sam­an­lagðar eign­ir Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins (LSR) og Líf­eyr­is­sjóðs hjúkr­un­ar­fræðinga (LH) 350 millj­arðar króna og hækkuðu um 43,4 millj­arða frá ár­inu á und­an eða um 14,2%. Þetta er mik­ill viðsnún­ing­ur frá ár­inu 2008 þegar eign­ir lækkuðu um 33,5 millj­arða króna á milli ára.

Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að óhætt sé að segja að skipst hafi á skin og skúr­ir þegar horft er á af­komu sjóðanna á ár­inu 2009. Stærstu eigna­flokk­ar í verðbréfa­safni LSR og LH eru nú er­lend hluta­bréf, inn­lend skulda­bréf með ábyrgð rík­is eða sveit­ar­fé­laga og inn­lán. Er­lend hluta­bréf eru rúm­lega þriðjung­ur heild­ar­eigna sjóðanna og skiluðu þau 35,8% ávöxt­un á ár­inu. Vext­ir á inn­láns­reikn­ing­um í bönk­un­um voru með hæsta móti fram­an af ár­inu og nutu sjóðirn­ir góðs af því. Þá var ágæt ávöxt­un á rík­is­skulda­bréf­um og skulda­bréf­um sveit­ar­fé­laga.

Líkt og aðrir líf­eyr­is­sjóðir, hafa LSR og LH orðið fyr­ir þungu höggi í kjöl­far falls bank­anna á haust­dög­um 2008.  Nauðsyn­legt reynd­ist að færa aukn­ar fjár­hæðir á af­skrift­ar­reikn­ing í upp­gjöri sjóðanna. Að teknu til­liti til af­skrifta voru tekj­ur LSR af fjár­fest­ing­um 34,7 millj­arðar króna á ár­inu og tekj­ur LH af fjár­fest­ing­um 2,3 millj­arðar króna.

Áfall­in skuld­bind­ing B-deild­ar í árs­lok 2009 var 506,8 millj­arðar króna miðað við 2% ávöxt­un um­fram launa­hækk­an­ir, sem jafn­gild­ir 3,5% ávöxt­un um­fram vísi­tölu neyslu­verðs, og hækkaði hún um 2,4% á ár­inu. Sam­kvæmt út­reikn­ingi trygg­inga­fræðinga eiga rík­is­sjóður og aðrir launa­greiðend­ur að standa und­ir 214,5 millj­örðum króna af skuld­bind­ing­um B-deild­ar með greiðslu líf­eyr­is­hækk­ana. Skuld­bind­ing­ar sem sjóður­inn á sjálf­ur að standa und­ir eru því 292,3 millj­arðar króna. Sam­kvæmt efna­hags­reikn­ingi var hrein eign sjóðsins til greiðslu líf­eyr­is í árs­lok 186,9 millj­arðar króna. Mis­mun­ur­inn á skuld­bind­ing­um sjóðsins og hreinni eign er með ba­ká­byrgð rík­is­sjóðs.

Heild­ar­eign­ir A-deild­ar LSR námu 134,1 millj­örðum króna í lok árs 2009. Nafnávöxt­un A-deild­ar LSR var 11,4% á ár­inu 2009 sem svar­ar til 2,5% hreinn­ar raunávöxt­un­ar.

Í lög­um um líf­eyr­is­sjóði hef­ur verið miðað við að grípa skuli til viðeig­andi ráðstaf­ana ef mun­ur á milli eignaliða og líf­eyr­is­skuld­bind­inga er meiri en 10%. Sam­kvæmt bráðabirgðaákvæði sem gild­ir vegna upp­gjörs fyr­ir árið 2009 má þessi mun­ur vera allt að 15%. Heild­arstaða A-deild­ar er nei­kvæð um sem nem­ur 13,2% og kem­ur því ekki sjálf­krafa til breyt­inga á iðgjalda­pró­sentu. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að stjórn sjóðsins mun hins veg­ar taka til skoðunar hvaða áhrif nei­kvæð trygg­inga­fræðileg staða hef­ur á framtíðarþróun sjóðsins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK