Kauphöllin í Aþenu tilkynnti í morgun, að svonefnd skortsala yrði bönnuð í tvo mánuði. Var þessi tilkynning gefin út í kjölfar ákvörðunar gríska fjármálaeftirlitsins.
Í skortsölu felst að fjármálafyrirtæki fá hlutabréf lánuð og selja þau í þeirri von að geta keypt þau síðar á mun lægra verði.
Hlutabréfavísitalan í Aþenu lækkaði um nærri 6% í gær og um nærri 3% á mánudag.