Smáralind til sölu

Smáralind.
Smáralind. mbl.is/Ásdís

Reg­inn ehf. dótt­ur­fé­lag Lands­bank­ans, hef­ur falið Fyr­ir­tækjaráðgjöf Lands­bank­ans að ann­ast sölu á öllu hluta­fé í Eign­ar­halds­fé­lag­inu Smáralind ehf. sem á og rek­ur versl­un­ar­miðstöðina Smáralind í Kópa­vogi. 

Selj­andi hluta­fjár­ins er Fast­eigna­fé­lag Íslands ehf. sem er í eigu Reg­ins. Fram kem­ur á heimasíðu Reg­ins, að Fast­eigna­fé­lag Íslands hafi átt í fjár­hagserfiðleik­um, en efna­hag­ur Eign­ar­halds­fé­lags­ins Smáralind­ar sé og hafi verið traust­ur.

Versl­un­ar­miðstöðin Smáralind var opnuð árið 2001. Hún er stærsta versl­un­ar­miðstöð lands­ins og tel­ur 62.730 fer­metra og þar af nýt­ast 40.490 fer­metr­ar und­ir versl­un. Heild­ar­fjöldi versl­ana og þjón­ustu­fyr­ir­tækja er 95 og árið 2009 komu í Smáralind­ina um 4 millj­ón­ir viðskipta­vina.

Sölu­ferlið hófst 28. apríl 2010 og er opið öll­um áhuga­söm­um fjár­fest­um, sem stand­ast hæf­is­mat og sýnt geta fram á fjár­fest­ing­ar­getu um­fram 500 millj­ón­ir króna. Þeim fjár­fest­um sem óska eft­ir að taka þátt í sölu­ferl­inu, ber að fylla út trúnaðar­yf­ir­lýs­ingu, veita upp­lýs­ing­ar vegna hæf­is­mats og full­nægj­andi staðfest­ingu á áður­nefndri fjár­fest­ing­ar­getu.

Starf­semi Eign­ar­halds­fé­lags­ins Smáralind­ar felst í út­leigu, rekstri, viðhaldi og upp­bygg­ingu versl­un­ar­miðstöðvar­inn­ar Smáralind­ar. Kaup­and­inn verður einn eig­andi hús­næðis­ins.

Heimasíða Reg­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK