Smáralind til sölu

Smáralind.
Smáralind. mbl.is/Ásdís

Reginn ehf. dótturfélag Landsbankans, hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé í Eignarhaldsfélaginu Smáralind ehf. sem á og rekur verslunarmiðstöðina Smáralind í Kópavogi. 

Seljandi hlutafjárins er Fasteignafélag Íslands ehf. sem er í eigu Regins. Fram kemur á heimasíðu Regins, að Fasteignafélag Íslands hafi átt í fjárhagserfiðleikum, en efnahagur Eignarhaldsfélagsins Smáralindar sé og hafi verið traustur.

Verslunarmiðstöðin Smáralind var opnuð árið 2001. Hún er stærsta verslunarmiðstöð landsins og telur 62.730 fermetra og þar af nýtast 40.490 fermetrar undir verslun. Heildarfjöldi verslana og þjónustufyrirtækja er 95 og árið 2009 komu í Smáralindina um 4 milljónir viðskiptavina.

Söluferlið hófst 28. apríl 2010 og er opið öllum áhugasömum fjárfestum, sem standast hæfismat og sýnt geta fram á fjárfestingargetu umfram 500 milljónir króna. Þeim fjárfestum sem óska eftir að taka þátt í söluferlinu, ber að fylla út trúnaðaryfirlýsingu, veita upplýsingar vegna hæfismats og fullnægjandi staðfestingu á áðurnefndri fjárfestingargetu.

Starfsemi Eignarhaldsfélagsins Smáralindar felst í útleigu, rekstri, viðhaldi og uppbyggingu verslunarmiðstöðvarinnar Smáralindar. Kaupandinn verður einn eigandi húsnæðisins.

Heimasíða Regins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK