Íbúar Spánar og Portúgals óttast að skuldakreppa sé að ríða yfir og löndin lendi í sömu aðstæðum og Grikkland. Kemur óttinn í kjölfar þess að Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunnir landanna tveggja í vikunni. Niðurskurður og skattahækkanir eru yfirvofandi á meðan óánægjuraddir verða háværari.
Ríkisstjórn Þýskalands gaf það að vísu út í gær, að skuldavandræði Portúgals og Spánar væru ekki samanburðarhæf við skuldakreppuna í Grikklandi. Þrátt fyrir það eykst ótti á kreppan í Grikklandi breiðist út um Evrópusambandið og gangi jafnvel af evrusamstarfinu dauðu.
Bandaríski háskólaprófessorinn Nouriel Roubini, sem spáði fyrir um alþjóðlegu fjármálakreppuna ári áður en hún hófst, hefur einnig haldið því fram að vandamálin í Grikklandi séu aðeins toppurinn á ísjakanum.