Arion banki vill ekki svara fyrirspurn Morgunblaðsins um hvort eðlilegt geti talist að fyrrverandi eigendur Haga hafi notið hlunninda og fríðinda á kostnað fyrirtækisins þar til fyrir skömmu.
Vísar bankinn í tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að fyrirtæki í eigu bankans verði að njóta rekstrarlegs sjálfstæðis.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri eftirlitsins, segir að ákvörðunin sem um ræðir útiloki ekki að bankar svari fyrirspurnum um fyrri ráðstafanir fyrirtækja í þeirra eigu. „Ekki er hægt að víkja sér undan öllum spurningum með vísan í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Ég vil þó ekki leggja dóm á þetta einstaka mál er varðar Haga.“
Sjá nánar um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.